Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

NYSE Logo.svg

Kauphöllin í New York er stærsta kauphöll í heimi. Á íslensku er oftast vísað til hennar sem Wall Street í daglegu tali. Í febrúar 2015 var verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni í New York metið á um 16.600 milljarða Bandaríkjadali eða 2.193.615 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins 12. maí 2015.

Kauphöllin í New York er í eigu keðjunnar Intercontinental Exchange. Það er bandarískt eignarhaldsfyrirtæki sem er sjálft á skrá NYSE.

Dagleg viðskipti nema um 169 milljörðum dala eða um 22.084 milljörðum íslenskra króna miðað við ofangreint gengi. Alls eru um 2.800 fyrirtæki í kauphöllinni. Í júlí 2004 voru 28 af 30 fyrirtækjum Dow Jones-vísitölunnar skráð í New York-kauphöllinni.

Í kauphöllinni er svokallað viðskiptagólf. Þar keppast menn um kaup og sölu með látum, hrópa sem hæst og bjóða þau verðbréf til sölu, sem þeir hafa til umráða. Í kauphöllinni eru 21 herbergi sem nýtast til viðskipta.

Í fréttum

Petr Pavel

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu/Stríð Rússlands og Úkraínu  • Kórónaveirufaraldurinn  • Mótmælin í Íran  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Pervez Musharraf (5. febrúar )  • David Crosby (19. janúar)  • Gina Lollobrigida (16. janúar)  • Konstantín 2. Grikkjakonungur (10. janúar)


Atburðir 7. febrúar

Vissir þú...

La Malinche
  • … að mexíkóska hugtakið malinchismo, sem vísar til manneskju sem heldur meira upp á erlendar vörur og siði en innlendar, er dregið af frumbyggjakonunni La Malinche (sjá mynd), sem var túlkur spænska landvinningamannsins Hernáns Cortés á 16. öld?
  • … að brasilíska höfuðborgin Brasilía var stofnuð að undirlagi forsetans Juscelino Kubitschek árið 1956 til að hvetja fleiri Brasilíumenn til að flytjast til vesturhluta landsins?
Efnisyfirlit


Tungumál

Velkomin á Wikipedíu

Kauphöllin í New York er stærsta kauphöll í heimi. Á íslensku er oftast vísað til hennar sem Wall Street í daglegu tali. Í febrúar 2015 var verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni í New York metið á um 16.600 milljarða Bandaríkjadali eða 2.193.615 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins 12. maí 2015.