Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 57.223 greinar.
Grein mánaðarins
Bandamannaleikarnir 1919 voru íþróttamót sem haldið var að frumkvæði Bandaríkjahers á íþróttavelli skammt fyrir utan París frá 22. júní til 6. júlí 1919. Mótinu svipaði í skipulagningu til Ólympíuleikanna en voru þó einungis ætlaðir hermönnum sem þjónað höfðu í herjum sigurvegaranna í fyrri heimsstyrjöldinni. Óvænt velgengni leikanna kann að hafa ráðið miklu um þá ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að freista þess að blása nýju lífi í Ólympíuleikana.
Enginn aðgangseyrir var að viðburðum leikanna og sóttu Parísarbúar og allra þjóða hermenn þá í stríðum straumum. Áætlað er að heildarfjöldi áhorfenda hafi verið nærri hálf milljón manna. Keppendur voru um 1.500 talsins, Bandaríkjamenn flestir þeirra.
Í fréttum

- 21. september: Armenski herinn lýsti yfir uppgjöf í umdeilda héraðinu Nagornó-Karabak og aserski herinn náði yfirráðum. Armenskir íbúar héraðsins taka á flótta.
- 15. september: Evika Siliņa (sjá mynd) verður forsætisráðherra Lettlands.
- 12. september: Yfir 11.000 látast í flóðum í austur-Líbíu við borgina Derna.
- 8. september: Um 3.000 látast í jarðskjálfta sem varð í Atlasfjöllum í Marokkó, 72 km suðvestur af borginni Marrakesh.
- 30. ágúst: Herinn fremur valdarán í Gabon og steypir forsetanum, Ali Bongo, af stóli.
- 26. ágúst: Emmerson Mnangagwa er endurkjörinn forseti Simbabve.
Yfirstandandi: Átökin í Súdan • Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 24. september
- 2000 - Vojislav Koštunica sigraði Slobodan Milošević í fyrstu umferð forsetakosninga í Serbíu og Svartfjallalandi en Milošević neitaði að viðurkenna ósigur.
- 2003 - Hubble Ultra-Deep Field-verkefnið hófst þar sem Hubble-sjónaukinn tók yfir 800 myndir af agnarlitlu svæði í geimnum.
- 2005 - Fellibylurinn Rita kom á land í Beaumont í Bandaríkjunum, og skildi eftir sig slóð eyðileggingar.
- 2005 - Gamanþáttaröðin Stelpurnar hóf göngu sína á Stöð 2.
- 2009 - Indverska Tunglkönnunarfarið Chandrayaan-1 uppgötvaði mikið magn vatnssameinda á Tunglinu.
- 2012 - Fellibylurinn Sandy gekk yfir Kúbu og Bahamaeyjar og kostaði 209 lífið.
- 2012 - Egypski veirufræðingurinn Ali Mohamed Zaki tilkynnti um uppgötvun nýs afbrigðis kórónaveiru, MERS-CoV.
- 2015 - 2.200 manns létust í troðningi í Mekka í Sádí-Arabíu.
- 2015 - Öngþveiti myndaðist á landamærum Serbíu og Krótaíu þegar Serbar lokuðu fyrir alla vöruflutninga frá Króatíu.
Vissir þú...
- … að vestur-þýski forsetinn Walter Scheel söng árið 1974 inn á hljómplötu sem náði efst á vinsældalista stærstu útvarpsstöðva í Evrópu?
- … að franski heimspekingurinn Charles Fourier hélt því fram að sjórinn myndi smám saman missa seltuna og breytast í límonaði?
- … að textagerð bresku nýbylgjunnar í þungarokki var yfirleitt um daglegt líf og fantasíur?
- … að bandaríska öldungadeildarþingkonan Lisa Murkowski hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2021 fyrir að styrkja og efla tengsl Íslands við Alaska og Bandaríkin?
- … að orðið kollagen merkir límgerðarefni þar sem efnið var áður notað til límframleiðslu?
- … að spænska landvinningakonan Inés Suárez (sjá mynd) lék árið 1541 lykilhlutverk í að verja borgina Santíagó fyrir árás innfæddra Mapuche-manna?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
![]() | Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók | ![]() | Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur | ![]() | Wikivitnun Safn tilvitnana |
![]() | Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir | ![]() | Wikilífverur Safn tegunda lífvera | ![]() | Wikifréttir Frjálst fréttaefni |
![]() | Commons Samnýtt margmiðlunarsafn | ![]() | Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna | ![]() | Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni |
![]() | Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur | ![]() | Wikivoyage Ferðaleiðarvísar | ![]() | Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |