Wiki Baike:Hugtakaskrá

Flýtileið:
WP:ORÐ

Hugtakaská Wikipediu hefur þann tilgang að kynna nýliðum og vönum notendum þau hugtök sem notuð eru á íslenska hluta Wikipediu.

Efnisyfirlit

0–9 A Á B C D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P Q R S T U Ú V W X Y Ý Z Þ Æ Ö

Efst

Abreyta

Aðgreiningarsíðabreyta

Aðgreiningarsíða (e. disambiguation) er síða sem þjónar þeim tilgangi að veita yfirlit yfir margar merkingar á sama orði eða heiti. Dæmi um aðgreiningarsíðu er Mars (aðgreining). Til að tengja í aðgreiningarsíðu frá aðalnafni hennar skal skrifa {{aðgreiningartengill}} efst í greinina eins og gert er á Mars.

Almenningurbreyta

Efni í almenningi er laust undan höfundarétti af einhverri ástæðu. Það getur verið vegna aldurs, vegna þess að lög undanskilja það frá vernd höfundaréttar, vegna þess að það getur ekki eðlis síns vegna notið slíkrar verndar, eða vegna þess að rétthafi hefur með ótvíræðum hætti gefið yfirlýsingu um það. Sjá umfjöllun um almenning hér: Baike: Almenningur

Auglýsingbreyta

Sjá: Hégómagrein.

Bbreyta

Bannbreyta

Möppudýr geta sett aðra notendur eða vistföng óskráðra í bann. Bann getur verið tímabundið eða ótímabundið og það getur verið misvíðtækt. Banni er oftast beitt vegna ítrekaðra skemmdarverka notenda. Sjá einnig: Wikipedia:Bann

Breytingbreyta

Breyting er það að vista síðu sem búið er að breyta þannig að ný útgáfa hennar er birt. Hægt er að skoða einstakar breytingar í breytingaskrá til að sjá hverju var breytt.

Breytingarágripbreyta

Breytingarágrip er stutt samantekt á því hvað felst í breytingu sem hægt er að skrifa í lítinn glugga fyrir neðan breytingargluggann. Það þykir góð háttsemi að útskýra breytingar, þó ekki sé nema með einu orði. Sjá einnig: Hjálp:Breytingarágrip

Breytingaráreksturbreyta

Breytingarárekstur á sér stað þegar tveir eða fleiri gera breytingar á sömu síðu samtímis og getur það oft valdið misskilningi og ruglingi. Sjá nánar: Breytingarárekstur.

Breytingaskrábreyta

Breytingaskrá er „saga“ síðunnar sem þú ert að skoða. Þar eru skráðar allar breytingar sem gerðar hafa verið á henni frá upphafi og hægt að nálgast síðuna eins og hún leit út á fyrri stigum.

Breytingastríðbreyta

Breytingastríð er það þegar tveir eða fleiri notendur breyta grein ítrekað þannig að hún falli að smekk þeirra eða taka ítrekað aftur breytingar, sem hafa verið gerðar. Breytingastríð eru óæskileg og stafa oft af því að notendur hafa ekki getað komist að samkomulagi um breytingar á spjallsíðu greinar og hafa ekki getað fengið neinn til að miðla málum.

Cbreyta

Commonsbreyta

Commons er eitt af samstarfsverkefnum Wiki. Verkefnið hefur það markmið að safna saman skrám sem falla undir frjálst afnotaleyfi.

Creative Commonsbreyta

Creative Commons eru fjölþjóðleg félagasamtök sem standa fyrir gerð frjálsra afnotaleyfa sem m.a. Wikipedia notast við. Sjá einnig: Baike: Höfundaréttur.

Ebreyta

Eyðingbreyta

Eyðing síðu er aðgerð sem möppudýr geta framkvæmt. Flestar eyðingar eru gerðar án sérstakrar umræðu þar sem um augljóst bull eða skemmdarverk er að ræða. Í öðrum tilfellum ræður niðurstaða umræðu. Sjá einnig: Baike: Viðmið um eyðingu greina.

Fbreyta

Flokkurbreyta

Flokkur er safn greina um svipað efni sem að búinn er til sjálfkrafa í samræmi við flokkamerkingar sem settar eru í greinar. Slíkar flokkamerkingar eru á forminu [[Flokkur:Saga Íslands]] þar sem hlutinn eftir tvípunktinn er nafn flokksins. Flokkarnir falla svo undir yfirflokka og þannig á flokkakerfið að vera nokkurskonar tré sem að veitir aðgang að öllu efni Wikipediu. Sjá einnig: grunnflokkar

Frumrannsóknirbreyta

Frumrannsóknir eru eigin ályktanir og niðurstöðu greinarhöfunds sem ekki hafa birst í öðrum áreiðanlegum heimildum. Wikipedia er alfræðirit og birtir því ekki frumrannsóknir. Sjá einnig: Baike: Engar frumrannsóknir.

Gbreyta

Gáttbreyta

Gátt er síða sem beinist að lesendum alfræðiritsins og er ætlað að veita yfirsýn yfir tiltekið efnissvið. Hugsa má sér að þær séu forsíður að sínum efnssviðum. Jafnframt er til Úrvalsgátt sem birtir úrvalsefni af Wikipediu.

GFDLbreyta

GFDL stendur fyrir GNU Free Documentation License sem er það frjálsa afnotaleyfi sem Wikipedia var gefin út samkvæmt, en sambærilegt leyfi Creative Commons hefur nú tekið við. Sjá einnig grein um GFDL og Baike: Höfundaréttur.

Google-prófbreyta

Google-próf eða leitarvélapróf er einfalt próf til þess að kanna hvort að efni sé markvert en það er varhugavert að reiða sig alfarið á slíkar niðurstöður. Fjölmörg efni kunna að vera markverð þó að lítið sé um þau ritað á netinu. Sérstaklega á það við heimildir á íslensku sem eru ekki endilega mjög aðgengilegar á netinu.

Greinbreyta

Greinar eru færslur eða uppflettiorð í alfræðiritinu. Þær eru síður í aðalnafnrýminu, sem eru ekki tilvísanir og innihalda strenginn „[[“.

Grein mánaðarinsbreyta

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfært í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan úrvalsgrein með mynd.Greinamerking

Gæðagreinbreyta

Gæðagrein er vönduð grein sem gerir efni sínu góð skil. Sjá Baike: Gæðagrein.

Hbreyta

Hégómagreinbreyta

Hégómagrein eða auglýsing sem grein sem einhver sem líklega er tengdur viðfangsefninu setur inn. Höfundar Wikipediu ættu ekki að skrifa greinar um sjálfa sig, fyrirtækið sitt, eða verk sín. Í því felst hagmunaárekstur. Hégómagreinar eru gjarnan um ómarkverð viðfangsefni og hlutleysi þeirra er yfirleitt ábótavant þannig að oft er þeim eytt.

Hjálpbreyta

Hjálp er eitt af nafnarýmum Wikipediu og inniheldur siður sem ætlaðar eru til aðstoðar og leiðbeininga fyrir notendur. Sjá einnig: Hjálp:Efnisyfirlit

Hlutleysibreyta

Krafan um hlutlaust sjónarhorn í greinum Wikipediu er óumsemjanleg grundvallarkrafa sem alfræðiritið byggir á. Kynna ber ólík sjónarmið án þess að draga taum nokkurs þeirra sérstaklega. Sjá einnig: Baike: Hlutleysisreglan

Hreingerningbreyta

Hreingerning er viðgerð á grein, sem miðar að því að leiðrétta stafsetningar- og innsláttarvillur, bæta málfar og frágang, tenglaprýða o.s.frv. þannig að greinin falli vel að stöðlum Wikipediu. Hreingerning krefst einungis ritstjórnarhæfileika en ekki sérfræðiþekkingar á efni greinar, sem gæti þurft til þess að laga innihald hennar. Sjá einnig: Baike: Viðhald

Ibreyta

Inngangurbreyta

Inngangur í góðri grein á að draga saman fremst í greininni helstu atriði hennar í örfáum málsgreinum.

Interwikibreyta

Interwiki er leið til að tengjast greinum á öðrum tungumálum á sama efni. Það er gert með því að skrifa t.d. [[en: Mars (Planet)]] neðst í grein til að tengja við grein á ensku um plánetuna Mars. Þessir tenglar koma fram vinstra megin á þeim síðum sem innihalda Interwiki-tengla. Athugið að Interwiki-tenglar eru settir neðst í hverja grein.

Jbreyta

Jimbobreyta

Jimbo er gælunafn og notandanafn Jimmy Wales sem er stofandi Wikipediu og Wikimedia-stofnunarinnar.

Kbreyta

Kerfissíðabreyta

Kerfissíður eru sjálfvirkt uppfærðar síður sem sýna ýmsa gagnlega tölfræði um verkefnið. Sjá yfirlitið yfir kerfissíður.

Kurteisibreyta

Kurteisi í samskiptum notenda er afar mikilvæg og grunnforsenda fyrir því að jafn viðamikið verk og Wikipedia geti gengið fyrir sig stóráfallalaust. Sjá einnig: Baike: Framkoma á Wikipediu

Mbreyta

mbreyta

m (lítið „M“) í breytingaskrám og nýlegum breytingum stendur fyrir „minniháttar breytingu“. Það er hak sem gott er að nota þegar gerðar eru smávægilegar breytingar á borð við leiðréttingu stafsetningarvilla og þess háttar.

Markvert efnibreyta

Markvert efni er hvert það viðfangsefni sem er nægjanlega þekkt til þess að viðeigandi er að skrifa grein um það í alfræðiriti. Hvar þau mörk liggja nákvæmlega er háð skilningi samfélagsins á hverjum tíma þannig að slík viðmið taka breytingum. Sjá einnig: Baike: Markvert efni

MediaWikibreyta

MediaWiki er hugbúnaðurinn sem Wikipedia og önnur Wikimedia-verkefni keyra á. MediaWiki er frjáls hugbúnaður.

Meldingbreyta

Meldingar eru textastrengir sem notendaviðmót MediaWiki-vefja (þ.á.m. Wikipediu) byggist á. Þeim má breyta, t.d. þegar hugbúnaðurinn er þýddur á nýtt tungumál. Sjá lista yfir allar meldingar.

Myndirbreyta

Almennilegar alfræðigreinar eru myndskreyttar. Wikipedia hefur aðgang að gríðarstórum myndabanka Wikimedia Commons sem nota má að vild. Myndir er kallaðar fram með [[Mynd:dæmi.jpg]] en fleiri breytur ráða útliti þeirra á síðum.

Möppudýrbreyta

Möppudýr eru notendur sem hafa aðgang að nokkrum tæknilegum valmöguleikum umfram aðra notendur. Þeir geta m.a. eytt myndum og greinum, verndað greinar, bannað aðra notendur, breytt notandanöfnum og gert aðra notendur að möppudýrum. Sjá einnig: Möppudýr

Nbreyta

Nbreyta

N (stórt N) í nýlegum breytingum stendur fyrir nýja síðu. Fylgjast má með nýstofnuðum greinum á viðeigandi kerfissíðu.

Nafnarýmibreyta

Nafnarými eru flokkar sem allar síður Wikipediu falla undir. Aðalnafnrýmið er frátekið undir greinar en önnur nafnrými eru til dæmis notendasíður eða spjallsíður. Nafnrýmið þekkist á forskeytinu við titil síðunnar, þessi síða tilheyrir t.d. Baike: nafnrýminu en það er notað til að halda utan um allskyns upplýsingar varðandi verkefnið. Greinar hafa ekkert slíkt forskeyti. Sjá einnig Baike: Nafnarými.

Notandibreyta

Notandi Wikipediu er sá sem les vefinn eða breytir honum. Í þrengri merkingu tekur orðið gjarnan bara yfir þá sem breyta vefnum. Sjá einnig: Baike: Notendur

Notandasíðabreyta

Notandasíða er síða í notandanafnarýminu sem skráðir notendur Wikipediu geta notað til kynningar á sjálfum sér, til að efla samvinnu við aðra notendur eða til að halda utan um verk sín.

Notandanafnbreyta

Notandanöfn skráðra notenda Wikipediu aðgreina þá í sundur. Ekki gerð krafa um að höfundar Wikipediu skrifi undir fullu nafni og það er undir hverjum og einum komið hvort að rétt nafn er gefið upp eða ekki. Nokkrar reglur gilda um val notendanafna sem sjá má hér.

Óbreyta

Óalfræðilegtbreyta

Óalfræðilegt efni er það sem ekki á heima á Wikipediu af ýmsum ástæðum. Wikipedia er ekki orðabók og ekki galopinn sarpur upplýsinga. Af slíku efni getur sumt átt heima á systurverkefnum Wikipediu — t.d. orðabókaskilgreiningar á Wiktionary eða frumtextar á Wikisource — eða á öðrum frjálsum samvinnuverkefnum á borð við Openstreetmap. Sjá einnig: Baike: Það sem Wikipedia er ekki.

Ófrjálst efnibreyta

Ófrjálst efni er það sem ekki fellur undir frjáls afnotaleyfi. Það má aðeins nota á íslensku Wikipediu með takmörkunum. Samkvæmt höfundalögum er stuttar tilvitnanir í höfundaréttarvarinn texta heimilar að því gefnu að höfundar sé getið. Um margmiðlunarefni gilda sérstök viðmið.

Pbreyta

Potturinnbreyta

Potturinn er almenn umræðusíða íslensku Wikipediu. Sjá Pottinn.

Sbreyta

Sandkassibreyta

Sandkassi er síða sem notendur geta breytt í tilraunaskyni til þess að læra á Wikimálið.

Sannreynanleikibreyta

Sannreynanleikareglan er sú meginregla um efnistök Wikipediu að allt efni á henni skuli vera hægt að sannreyna í áreiðanlegum heimildum. Af reglunni um sannreynanleiki leiðir sú krafa að vísa til heimilda fyrir fullyrðingum nema um augljós og alþekkt sannindi sé að ræða sem auðveldlega má sannreyna. Sjá einnig: Baike: Sannreynanleiki

Samþykktbreyta

Samþykkt er regla sem Wikipediusamfélagið fylgir og er talin nauðsynleg til þess að Wikipedia nái markmiðum sínum. Sjá einnig: Baike: Samþykktir og stefnur

Samfélagsgáttbreyta

Samfélagsgáttin er síða sem veita á yfirlit yfir það efni á vefnum sem ekki telst til alfræðiritsins heldur snýr að rekstri og uppbyggingu vefsins og samfélags notendanna. Sjá: Baike: Samfélagsgátt

Samvinna mánaðarinsbreyta

Samvinna mánaðarins er samvinnuverkefni notenda á íslensku Wikipediu um að taka fyrir tiltekið efnissvið í hverjum mánuði til þess að bæta umfjöllun um það. Sjá: Baike: Samvinna mánaðarins

Síðabreyta

Síður eru einstakar færslur á Wikivefnum, þær geta verið greinar, spjall, flokkar, kerfissíður o.s.frv.

Skjalasafnbreyta

Sniðbreyta

Snið eru síður í sniðanafnrýminu sem hægt er að fella inn í aðrar síður með því að gera {{nafn sniðs}}. Þau eru hentug til að búa til stöðluð skilaboð til að birta á mörgum síðum eða staðlaðar upplýsingatöflur. Sjá einnig lista yfir snið

Spjallbreyta

Spjallsíður fylgja flestum síðum á Wikipediu, þær eru ætlaðar til umræðu um viðkomandi síðu. Sjá einnig: Hjálp:Spjallsíður

Stjórnandibreyta

Stjórnandi er gamalt heiti yfir þann hóp notenda sem hafði aðgang að nokkrum valmöguleikum umfram venjulega notendur. Í ágúst 2007 var ákveðið að veita öllum stjórnendum svokölluð möppudýrsréttindi að auki og var nafnið stjórnandi fellt niður um leið. Sjá einnig: Möppudýr

Stubburbreyta

Stubbur er stutt grein sem engan veginn nær að gera viðfangsefni sínu full skil. Stubbarnir eru merktir með {{stubbur}} í breytingarglugganum. Lista yfir alla merkta stubba er að finna í flokknum Stubbar.

Tbreyta

Taxoboxbreyta

Taxobox er upplýsingatafla á greinum um lífverur sem inniheldur flokkunarfræðilegar upplýsingar um lífveruna.

Tengillbreyta

tenglaprýða er það sama og „wikify“ á ensku og felur í sér að tengja greinar Wikipedia innbyrðis. Sjá Hjálp:Handbók#Tenglar fyrir leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa til tengla.

Tilvísunbreyta

Tilvísun er það sama og „Redirect“ á ensku. Þeim er ætlað að leiða lesandann á rétta grein þó að hann noti ekki nákvæmt nafn hennar í leitinni. Tilvísun er sett inn í grein á með því að gera: #tilvísun [[Grein sem vísa skal í]]. Dæmi um þetta er Seinni heimsstyrjöldin sem leiðir lesandann á Síðari heimsstyrjöldin.

Úbreyta

Úrvalsgreinbreyta

Úrvalsgrein er grein sem er á allan hátt til fyrirmyndar, vel skrifuð og hnitmiðuð en gerir efni sínu fullnægjandi skil. Sjá einnig Úrvalsgrein

Vbreyta

Vaktlistibreyta

Vaktlistinn er listi sem hver skráður notandi getur búið til fyrir sig með síðum sem viðkomandi hefur sérstakan áhuga á að fylgjast með. Sjá: Hjálp:Að vakta síður

Vélmennibreyta

Vélmenni er skráð notandanafn á Wikipediu sem keyrir sjálfvirk eða hálfsjálfvirk forrit sem notuð eru í ýmis endurtektarsöm og einhæf viðhaldsverkefni sem mannlegum notendum leiðist. Sjá: Baike: Vélmenni

Viðhaldbreyta

Viðhald snýst um að bæta úr ágöllum á greinum á Wikipediu, hvort sem það er heimildaskortur, vont málfar eða skortur á hlutleysi. Greinar sem eiga við slík vandamál að stríða eru merktar með sérstökum sniðum og falla í viðhaldsflokka. Sjá einnig: Baike: Viðhald

Wbreyta

Wikibreyta

Wiki er vefsíða sem notendur geta breytt með beinum hætti. Wiki-vefir eru notaðir af samvinnuverkefnum á borð við Wikipediu.

Wikidatabreyta

Wikidata er systurverkefni Wikipediu og frjáls gagnagrunnur fyrir tölfræðigögn, tungumálatengla og annað sem m.a. er hægt að vísa til af hinum ýmsu tungumálaútgáfum Wikipediu.

Wikibreyta

Wikimedia Foundation eru samtök sem að halda utan um Wikipediu og systurverkefni hennar og reka vélbúnaðinn sem til þarf.

Wikibooksbreyta

Wikibooks eða „Wikibækur“ er systurverkefni Wikipediu sem hefur að markmiði að búa til frjálst kennsluefni og leiðbeiningar. Sjá Wikibooks á íslensku.

Wikisourcebreyta

Wikisource eða „Wikiheimild“ er systurverkefni Wikipediu sem safnar saman frumtextum sem ekki eru háðir höfundarétti. Sjá Wikisource á íslensku.

Wiktionarybreyta

Wiktionary eða „Wikiorðabók“ er systurverkefni Wikipediu sem gengur út á að búa til frjálsa orðabók. Sjá Wiktionary á íslensku.

Wikiquotebreyta

Wikiquote er systurverkefni Wikipediu þar sem safnað er saman tilvitnunum. Sjá Wikiquote á íslensku.

Efnisyfirlit

0–9 A Á B C D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P Q R S T U Ú V W X Y Ý Z Þ Æ Ö

Efst


Wiki Baike samfélagið
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia |Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá
🔥 Top keywords: ForsíðaSkírdagurÁsgeir ElíassonLandsbankinnCarles PuigdemontKerfissíða:Nýlegar breytingarAngkor WatForsetakosningar á Íslandi 2024Kerfissíða:LeitAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)PáskarPáskadagurPalestínaListi yfir íslensk póstnúmerFiann PaulSvalbarðiBaldur ÞórhallssonFöstudagurinn langiGylfi Þór SigurðssonListi yfir íslensk mannanöfnKváradagurÓlafur Darri ÓlafssonListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Askja (fjall)Halla GunnarsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHalla TómasdóttirHjálp:EfnisyfirlitÍþróttabandalag AkranessDymbilvikaModule:Namespace detect/dataListi yfir skammstafanir í íslenskuEldgosaannáll ÍslandsHeidi StrandPálmasunnudagurHryðjuverkaárásin á Crocus City HallÍslandIndónesíaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuReykjavíkÁstþór MagnússonBoðorðin tíuBrúðkaupsafmæliMadrídBaike: PotturinnNguyen Van HungBaike: Um verkefniðTékklandBaike: Almennur fyrirvariListi yfir morð á Íslandi frá 2000Felix BergssonForsetakosningar á ÍslandiJúpíter (reikistjarna)MynsturSíðasta kvöldmáltíðinGuðni Th. JóhannessonÍslenska stafrófiðKambódíaBaike: Í fréttum...Öskjugosið 1875BorgaralaunVigdís FinnbogadóttirMorð á ÍslandiLögbundnir frídagar á ÍslandiSumardagurinn fyrstiHvítasunnudagurJúgóslavíaUppstigningardagurBaike: SamfélagsgáttForsetakosningar á Íslandi 2020Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022Faðir vorNapóleon BónaparteListi yfir landsnúmerGunnar ÞórðarsonMóðuharðindinHAM (hljómsveit)BrasilíaÓlafur Ragnar GrímssonMalavíListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Baike: Hlaða inn skrá27. marsNíkaragvaBaike: KynningDaði Freyr PéturssonEvrópusambandiðKarl 8. FrakkakonungurGrindavíkSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSpjall:Heidi StrandKristján EldjárnGamelanBaike: HöfundarétturKatrín JakobsdóttirÍslenskaTartanGæsalappir