Wiki Baike:Grein mánaðarins/2023

Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024

Janúar

Íraksstríðið var stríð, sem hófst þann 20. mars 2003 með innrás bandalags viljugra þjóða í Írak með Bandaríkin og Bretland í broddi fylkingar. Innan bandaríska hersins þekkist stríðið undir heitinu Operation Iraqi Freedom (e. „Aðgerð Íraksfrelsi“). Formlega stóð stríðið sjálft yfir frá 20. mars 2003 til 1. maí 2003 en þá voru allar stærri hernaðaraðgerðir sagðar yfirstaðnar. Við tók tímabil mikils óstöðugleika sjálfsmorðssprengjuárása, hermdarverka og launmorða sem margir kjósa að kalla borgarastyrjöld. Stríðinu lauk 18. desember 2011.

Ástæður sem gefnar hafa verið upp til réttlætingar á stríðinu hafa verið margs konar. Kofi Annan hefur, ásamt fleiri gagnrýnendum, haldið því fram að stríðið sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum en ekki náðist sátt um innrásina í öryggisráði S.Þ. líkt og tilfellið hafði verið í fyrra Persaflóastríðinu.


skoða - spjall - saga


Febrúar

Kauphöllin í New York er stærsta kauphöll í heimi. Á íslensku er oftast vísað til hennar sem Wall Street í daglegu tali. Í febrúar 2015 var verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni í New York metið á um 16.600 milljarða Bandaríkjadali eða 2.193.615 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins 12. maí 2015.

Kauphöllin í New York er í eigu keðjunnar Intercontinental Exchange. Það er bandarískt eignarhaldsfyrirtæki sem er sjálft á skrá NYSE.

Dagleg viðskipti nema um 169 milljörðum dala eða um 22.084 milljörðum íslenskra króna miðað við ofangreint gengi. Alls eru um 2.800 fyrirtæki í kauphöllinni. Í júlí 2004 voru 28 af 30 fyrirtækjum Dow Jones-vísitölunnar skráð í New York-kauphöllinni.

Í kauphöllinni er svokallað viðskiptagólf. Þar keppast menn um kaup og sölu með látum, hrópa sem hæst og bjóða þau verðbréf til sölu, sem þeir hafa til umráða. Í kauphöllinni eru 21 herbergi sem nýtast til viðskipta.


skoða - spjall - saga


Mars

Ariana Grande er bandarísk söngkona og leikkona. Hún fæddist í Boca Raton, Flórída og er af ítölskum ættum. Hún varð fyrst fræg fyrir hlutverkið sitt sem Cat Valentine í sjónvarpsþáttunum Victorious og Sam & Cat á Nickelodeon. Þegar Grande var fimmtán ára lék hún Charlotte í Broadway söngleiknum 13. Einnig lék hún í kvikmyndinni Swindle þar sem hún fór með hlutverkið Amanda Benson, eða Mandy the Mutant.

Fyrsta breiðskífa Grande var Yours Truly (2013) sem náði góðum vinsældum þar sem lagið „The Way“ komst í topp tíu á Billboard Hot 100. My Everything (2014) var önnur platan hennar og inniheldur hún lög í EDM stíl. Á plötunni má finna lögin „Problem“, „Bang Bang“ og „Break Free“ sem hlutu mikilla vinsælda. Þriðja platan, Dangerous Woman (2016), var fyrsta breiðskífa Grande til að lenda í fyrsta sæti í Bretlandi. Persónulegir erfiðleikar höfðu áhrif á fjórðu og fimmtu plötu hennar, Sweetener (2018) og Thank U, Next (2019), og eru lögin í stíl við trapp tónlistarstefnuna.


skoða - spjall - saga


Apríl

Seinna Téténíustríðið var stríð sem Rússar háðu gegn aðskilnaðarsinnum í Téténíu frá 1999 til 2000. Eiginlegum stríðsátökum lauk með sigri Rússa árið 2000 en uppreisnarhópar héldu áfram hernaði gegn rússneskum yfirráðum þar til hernaðaraðgerðum lauk árið 2009.

Stríðið hófst samhliða valdatöku Vladímírs Pútín í Rússlandi og er því stundum kallað „stríð Pútíns“ til að greina það frá fyrra Téténíustríðinu, sem er þá kallað „stríð Jeltsíns.“ Stríðið setti svip sinn á fyrstu valdaár Pútíns og framganga hans í því átti þátt í að auka vinsældir hans og treysta stöðu hans sem leiðtoga Rússlands.

Stríðinu lauk með sigri Rússa gegn aðskilnaðarsinnum. Rússar gerðu feðgana Akhmad og Ramzan Kadyrov, sem höfðu áður barist fyrir sjálfstæði Téténíu, að umboðsstjórnendum sínum í Téténíu.


skoða - spjall - saga


Maí

Sun Myung Moon var suður-kóreskur trúarleiðtogi sem var jafnframt þekktur fyrir viðskiptaumsvif sín og stuðning sinn við ýmsa pólitíska málstaði. Moon var stofnandi og andlegur leiðtogi Sameiningarkirkjunnar, kristins söfnuðar sem gekk út á þá trúarkenningu að Moon sjálfur væri nýr Messías sem hefði verið falið að ljúka hjálpræðisverkinu sem Jesú mistókst að vinna fyrir 2000 árum. Fylgismenn Moons eru gjarnan kallaðir „Moonistar“ (e. Moonies).

Með framlögum fylgjenda sinna gerði Moon Sameiningarkirkjuna að viðskiptalegu stórveldi og varð sjálfur vellauðugur. Hann kom sér jafnframt í samband við marga valdsmenn og þjóðarleiðtoga á borð við Richard Nixon, George H. W. Bush, Míkhaíl Gorbatsjov og Kim Il-sung. Söfnuður Moons hefur ætíð verið umdeildur og gagnrýnendur hans líta jafnan á hann sem sértrúarsöfnuð sem heilaþvær og féflettir meðlimi sína. Moon sjálfur var um skeið fangelsaður fyrir skattsvik á níunda áratugnum.


skoða - spjall - saga


Júní

Óeirðirnar á Austurvelli áttu sér stað miðvikudaginn 30. mars 1949, vegna þess að til stóð að samþykkja þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið (NATÓ). Andstæðingar inngöngunnar, stuðningsmenn hennar og aðrir almennir borgarar flykktust á Austurvöll til að sjá hvað verða vildi, en sumir andstæðinganna létu grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. Lögregla ákvað að dreifa mannfjöldanum með því að varpa táragasi á hann. Varalið lögreglunnar var kallað út og voru varaliðarnir með breska hermannahjálma og armbindi, ýmist hvít eða í fánalitunum, sem einkenni. Þessi átök milli andstæðinga tillögunnar annars vegar og lögreglu, varaliðs hennar og stuðningsmanna tillögunnar hins vegar urðu mestu óeirðir sem orðið hafa á Íslandi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa atburði á Austurvelli og er ekki auðvelt að skera úr um sannleiksgildi frásagna og niðurstaðna. Sagnfræðingurinn Þór Whitehead hefur meðal annars haldið því fram að beinlínis hafi verið stefnt að valdaráni sósíalista með þessum aðgerðum. Aðrir, meðal annars Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, hafa hafnað þessari túlkun.


skoða - spjall - saga


Júlí

Andrea Ghez er bandarískur stjarnfræðingur og prófessor við eðlisfræði- og stjörnufræðideild Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA). Árið 2020 hlaut Ghez Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Hún deildi helmingi verðlaunanna með Reinhard Genzel fyrir rannsóknir þeirra á svartholinu í miðju vetrarbrautarinnar. Roger Penrose hlaut hinn helming verðlaunanna. Ghez er fjórða konan sem hefur unnið til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði.

Með því að ljósmynda miðju vetrarbrautarinnar með innrauðum bylgjulengdum hefur Ghez og samstarfsmönnum hennar tekist að gægjast í gegnum þykkt ryklag sem hleypir ljósi ekki í gegn og þannig framleiða myndir af miðju Mjólkurslæðunnar. Þökk sé 10 metra ljósopi W. M. Keck-sjónaukanna og notkun á aðlögunarhæfu ljóstæknilegu kerfi til að laga niðurstöðurnar að ólgu í andrúmsloftinu eru myndirnar í afar hárri rúmupplausn og hafa gert það mögulegt að fylgjast með sporbrautum stjarnanna í kringum svartholið, sem einnig er kallað Sagittarius A* eða Sgr A*.


skoða - spjall - saga


Ágúst

Boris Johnson er breskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann hafði áður verið borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. Hann er einnig blaðamaður og rithöfundur, var t.d. ritstjóri stjórnmálatímarits The Spectator. Boris var kosinn þingmaður fyrir Henley árið 2001, og var skuggamenntamálaráðherra til ársins 2008 þegar hann bauð sig fram til borgarstjóra Lundúna. Hann var settur inn í starf borgarstjóra þann 4. maí 2008 og gegndi því starfi til ársins 2016 þegar Sadiq Khan tók við af honum.

Johnson var utanríkisráðherra frá 2016 til 2018, þegar hann sagði af sér vegna Brexit-málefna. Eftir að Theresa May tilkynnti afsögn sína úr formannsembætti Íhaldsflokksins í maí 2019 bauð Johnson sig fram til að taka við af henni. Hann vann sigur í formannskjöri flokksins í júlí sama ár og tók við af May sem formaður og forsætisráðherra þann 24. júlí.

Johnson sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í júní 2022 vegna hneykslismála. Liz Truss tók við af honum sem forsætisráðherra Bretlands þann 6. september 2022.


skoða - spjall - saga


September

Bandamannaleikarnir 1919 voru íþróttamót sem haldið var að frumkvæði Bandaríkjahers á íþróttavelli skammt fyrir utan París frá 22. júní til 6. júlí 1919. Mótinu svipaði í skipulagningu til Ólympíuleikanna en voru þó einungis ætlaðir hermönnum sem þjónað höfðu í herjum sigurvegaranna í fyrri heimsstyrjöldinni. Óvænt velgengni leikanna kann að hafa ráðið miklu um þá ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar að freista þess að blása nýju lífi í Ólympíuleikana.

Enginn aðgangseyrir var að viðburðum leikanna og sóttu Parísarbúar og allra þjóða hermenn þá í stríðum straumum. Áætlað er að heildarfjöldi áhorfenda hafi verið nærri hálf milljón manna. Keppendur voru um 1.500 talsins, Bandaríkjamenn flestir þeirra.


skoða - spjall - saga


Október

Kristján Eldjárn var íslenskur fornleifafræðingur og þriðji forseti Íslands árin 19681980. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Kr. Eldjárn, bóndi og kennari á Tjörn, og Sigrún Sigurhjartardóttir. Kristján lauk fyrrihlutaprófi í fornleifafræði frá Kaupmannahafnarháskóla en lærði síðan íslensk fræði við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi árið 1957 og nefnist ritgerð hans Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi.

Kristján var þjóðminjavörður og þjóðþekktur og vinsæll maður vegna þátta sinna í sjónvarpi um fornar minjar og muni í vörslu Þjóðminjasafnsins. Kristján var hispurslaus og alúðlegur í framgöngu og ávann sér miklar vinsældir þjóðarinnar. Hann sigraði mótframbjóðanda sinn, Gunnar Thoroddsen, í kosningunum 1968 með miklum atkvæðamun og var sjálfkjörinn eftir það.

Árið 1979 virtist stefna í að Kristján yrði að mynda utanþingsstjórn en hann komst hjá því þegar ríkisstjórn Benedikts Gröndals var mynduð.


skoða - spjall - saga


Nóvember

Wagner-hópurinn (rússneska: Группа Вагнера; umritað Grúppa Vagnera) er hópur rússneskra málaliða sem var stofnaður árið 2014 af ólígarkanum Jevgeníj Prígozhín. Prígozhín var náinn bandamaður Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og Wagner-hópurinn hefur starfað í ýmsum löndum sem nokkurs konar óformlegur armur rússneska hersins eða „hulduher“ ríkisstjórnar Pútíns. Hópurinn hefur meðal annars barist með Rússum eða bandamönnum þeirra í Úkraínu, Sýrlandi og í Vestur-Afríku.

Hernaðarleiðtogi Wagner-hópsins var lengst af Dmítríj Útkín, fyrrum sérsveitarmaður innan leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Útkín, sem var áhugamaður um þýska hernaðarsögu og var skreyttur húðflúrum með nasistamerkjum, nefndi hópinn eftir þýska tónskáldinu Richard Wagner.


skoða - spjall - saga


Desember

Taylor Swift er bandarísk söngkona og lagasmiður, gítarleikari og leikkona.

Árið 2006 gaf hún út sína fyrstu smáskífu, „Tim McGraw“ og í október sama ár gaf hún út fyrstu hljóðversplötuna sína, Taylor Swift, sem gaf af sér fimm smáskífur og varð þreföld platínu plata. Fyrir vikið fékk Swift tilnefningu til 50. Grammy-verðlaunanna sem „besti nýliðinn“. Í nóvember 2008 gaf Taylor út plötuna, Fearless og í kjölfarið fékk Swift fjögur Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir „plötu ársins“ á 52. Grammy-verðlaununum. Fearless og Taylor Swift voru í þriðja og sjötta sæti í lok ársins og höfðu selst í 2,1 milljónum og 1,5 milljónum eintaka. Fearless var á toppi Billboard-listans samfleytt í ellefu vikur, og hafði engin plata verið efst svo lengi síðan árið 2000. Swift var útnefnd listamaður ársins af Billboard-tímaritinu árið 2009. Swift gaf út þriðju stúdíóplötuna sína, Speak Now þann 25. október 2010 sem seldist í 1.047.000 eintökum í fyrstu söluvikunni.

Árið 2008 seldust plöturnar hennar í samanlagt fjórum milljónum eintaka, sem gerir hana að söluhæsta tónlistarmanni ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt Nielsen SoundScan. Í dag hefur Swift selt yfir 200 milljónir platna um allan heim.


skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024

🔥 Top keywords: ForsíðaSkírdagurÁsgeir ElíassonLandsbankinnCarles PuigdemontKerfissíða:Nýlegar breytingarAngkor WatForsetakosningar á Íslandi 2024Kerfissíða:LeitAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)PáskarPáskadagurPalestínaListi yfir íslensk póstnúmerFiann PaulSvalbarðiBaldur ÞórhallssonFöstudagurinn langiGylfi Þór SigurðssonListi yfir íslensk mannanöfnKváradagurÓlafur Darri ÓlafssonListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Askja (fjall)Halla GunnarsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHalla TómasdóttirHjálp:EfnisyfirlitÍþróttabandalag AkranessDymbilvikaModule:Namespace detect/dataListi yfir skammstafanir í íslenskuEldgosaannáll ÍslandsHeidi StrandPálmasunnudagurHryðjuverkaárásin á Crocus City HallÍslandIndónesíaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuReykjavíkÁstþór MagnússonBoðorðin tíuBrúðkaupsafmæliMadrídBaike: PotturinnNguyen Van HungBaike: Um verkefniðTékklandBaike: Almennur fyrirvariListi yfir morð á Íslandi frá 2000Felix BergssonForsetakosningar á ÍslandiJúpíter (reikistjarna)MynsturSíðasta kvöldmáltíðinGuðni Th. JóhannessonÍslenska stafrófiðKambódíaBaike: Í fréttum...Öskjugosið 1875BorgaralaunVigdís FinnbogadóttirMorð á ÍslandiLögbundnir frídagar á ÍslandiSumardagurinn fyrstiHvítasunnudagurJúgóslavíaUppstigningardagurBaike: SamfélagsgáttForsetakosningar á Íslandi 2020Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022Faðir vorNapóleon BónaparteListi yfir landsnúmerGunnar ÞórðarsonMóðuharðindinHAM (hljómsveit)BrasilíaÓlafur Ragnar GrímssonMalavíListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Baike: Hlaða inn skrá27. marsNíkaragvaBaike: KynningDaði Freyr PéturssonEvrópusambandiðKarl 8. FrakkakonungurGrindavíkSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSpjall:Heidi StrandKristján EldjárnGamelanBaike: HöfundarétturKatrín JakobsdóttirÍslenskaTartanGæsalappir