Wiki Baike:Grein mánaðarins/2022

Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024

Janúar

Haile Selassie var ríkisstjóri Eþíópíu frá 1916 til 1930 og Eþíópíukeisari frá 1930 til 1974. Hann átti þátt í að nútímavæða landið og var gríðarlega vinsæll leiðtogi, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.

Selassie var meðlimur eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Innan rastafarahreyfingarinnar, sem var stofnuð á Jamaíku snemma á 4. áratugnum er hann talinn vera Kristur endurborinn. Rastafarahreyfingin er kennd við nafn Haile Selassie fyrir keisaratíð hans, Ras Tafari. Fylgjendur trúarinnar telja að titill Haile Selassie og ætterni hans sem meints afkomanda Salómons konungs og drottningarinnar af Saba sýni fram á að krýning hans hafi verið uppfylling á spádómi úr Opinberunarbók Jóhannesar um endurkomu Messíasar. Rastar líta sem svo á að Haile Selassie sé sá Messías sem eigi að frelsa Afríkubúa og fólk af afrískum uppruna um allan heim.


skoða - spjall - saga


Febrúar

Jóhannesarjurt er fjölær jurt af ættkvíslinni Hypericum. Jurtin blómstrar í kringum hátíð Jóhannesar skírara og er nafn plöntunnar dregið af því. Latneska heiti jurtarinnar er Hypericum perforatum, en Hypericum er komið frá grísku orðunum hyper, sem þýðir „fyrir ofan“, og eikon, sem þýðir „mynd“. Perforatum vísar til smárra olíukirtla á laufum plöntunnar, ef krómblaðið er kramið kemur dökkrauð olía úr þessum kirtlum.

Jóhannesarjurt vex villt víða um heim, þar með talið í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku en hún vex best í ljósum, heitum og sönduðum jarðvegi. Jurtin hefur verið notuð í læknisfræðilegum tilgangi allt frá miðöldum við ýmsum kvillum en í dag er hún helst notuð við vægu þunglyndi.

Mikilvægt er að hafa í huga að þó að jóhannesarjurt sé náttúrulyf getur það milliverkað við önnur lyf og náttúruvörur. Ávallt skal ráðfæra sig við lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann áður en byrjað er að nota jóhannesarjurt.


skoða - spjall - saga


Mars

Bogdan Kmelnitskíj var stjórnmála- og hernaðarleiðtogi úkraínskra kósakka í þáverandi pólsk-litháíska samveldinu. Kmelnitskíj leiddi uppreisn gegn pólska aðlinum árið 1648 og stofnaði sjálfstætt höfuðsmannsdæmi á landsvæði sem nú er í Úkraínu. Síðar hallaði hann sér að rússneska keisaradæminu og samþykkti árið 1654 að sverja Rússakeisara hollustu sína með Perejaslav-sáttmálanum.

Eftir dauða Kmelnitskíj varð til eins konar þjóðsagnahefð í kringum hann. Hann varð að baráttutákni kósakka og að úkraínskri þjóðhetju. Valdatíð hans er þó jafnframt alræmd fyrir ofsóknir gegn Pólverjum, kaþólikkum og sérstaklega Gyðingum. Nokkrir tugir þúsunda þeirra voru drepnir af stjórn Kmelnitskíj.


skoða - spjall - saga


Apríl

Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir er íslenskt tónskáld og tónlistarmaður. Hildur ólst upp í Hafnarfirði og er menntaður sellóleikari. Hún hefur spilað með hljómsveitunum Pan Sonic, Throbbing Gristle, Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hún hefur jafnframt leikið á tónleikum með Animal Collective og Sunn O))).

Auk þess að spila á selló er Hildur einnig söngvari og kórstjóri. Hún hefur meðal annars stýrt kór á tónleikum Throbbing Gristle í Austurríki og London.

Árið 2020 vann Hildur Óskarsverðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Hildur er jafnframt fjórða konan frá upphafi sem hefur unnið Óskarsverðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist


skoða - spjall - saga


Maí

Seinna stríð Kína og Japans var styrjöld á milli Lýðveldisins Kína og japanska keisaradæmisins sem háð var frá 1937 til 1945. Stríðið hófst í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og rann inn í hana eftir að Japanir gerðu árás á Perluhöfn árið 1941. Stríðinu lauk með skilyrðislausri uppgjöf Japana fyrir bandamönnum eftir kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki árið 1945.

Orsök stríðsins var útþenslustefna Japana, sem höfðu uppi áætlanir um að ná yfirráðum yfir allri Suðaustur-Asíu. Innrás Japana var framkvæmd í nokkrum þrepum sem kölluðust í japönskum áróðri „kínversku atvikin“ og voru útmáluð sem ögranir Kínverja gegn Japönum sem réttlættu hernaðarinngrip. Japanir notuðu Mukden-atvikið svokallaða árið 1931 sem tylliástæðu til að gera innrás í Mansjúríu. Árið 1937 hófu Japanir svo allsherjarinnrás í Kína eftir atvikið við Marco Polo-brúna svokallaða. Upphaf hinnar eiginlegu styrjaldar er miðað við það ár, og stundum er upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar einnig miðað við ártalið þótt algengast sé á Vesturlöndum að miða við innrásina í Pólland 1939. Kínverjar börðust einir gegn Japönum frá 1937 til 1941 en eftir að Japanir réðust á Perluhöfn komu bandamenn seinni heimsstyrjaldarinnar þeim til aðstoðar og hjálpuðu þeim að vinna bug á innrásinni.


skoða - spjall - saga


Júní

Kóranismi (arabíska: القرآنية‎; al-Qur'āniyya, einnig þekkt sem kóranísk ritningarstefna) samanstendur af þeim viðhorfum að íslömsk lög og leiðsögn eigi að vera byggð á Kóraninum og eiga því að vera algerlega eða að hluta til andstæð trúarlegu valdi, áreiðanleika og sanngildi hadíðubókmennta. Kóranistar trúa því að skilaboð Guðs innan Kóransins séu skýr og fullkomin eins og þau eru, vegna þess að Kóraninn segir það og því er hægt að skilja hann að fullu án þess að sækja í skýringar hadíða, sem kóranistar telja að séu fölsun.

Þegar kemur að trú, lögfræði og löggjöf hafa kóranistar aðra skoðun en þeir sem aðhyllast ahl al-Hadith þar sem þeir síðarnefndu telja að hadíðuskýringar séu viðbót við Kóraninn sem íslamskt kennivald þegar kemur að lögum og trúarjátningu. Hver sá flokkur sem styðst við hadíðuskýringar innan Íslam hefur sína eigin sér útgáfu af þeim skýringum sem þeir styðjast við, en þeim er svo hafnað af öðrum flokkum sem styðjast við aðrar hadíðuskýringar. Kóranistar hafna öllum hadíðuskýringum og boða engar slíkar.

Kóranistum svipar til hreyfinga innan annara abrahamískra trúarbragða, líkt og Karaite-hreyfingarinnar innan gyðingdóms og Sola scriptura-viðhorfsins meðal mótmælenda innan kristindóms.


skoða - spjall - saga


Júlí

Sir Ridley Scott er breskur kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þekktustu myndir hans eru Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator.

Eftir þá miklu velgegni sem Gladiator fékk, ásamt því að margir segja hana vera sú sem endurvakti sverð og sandala myndirnar. Þá sneri Scott sér næst að Hannibal, framhaldsmynd The Silence of the Lambs. Árið 2001 þá gerði hann Black Hawk Down hermynd byggða á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Sómalíu árið 1993. Lyfti hún Scott frekar upp á stall sem kvikmyndagerðarmanni.


skoða - spjall - saga


Ágúst

Loujain al-Hathloul (f. 31. júlí 1989) er sádi-arabísk kvenréttindakona, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og fyrrum pólitískur fangi. Hún er útskrifuð úr Háskólanum í Bresku Kólumbíu.

Al-Hathloul hefur nokkrum sinnum verið handtekin og síðan sleppt fyrir að óhlýðnast banni gegn því að konur aki bílum í Sádi-Arabíu. Hún var handtekin í maí árið 2018 ásamt fleiri kunnum kvenréttindakonum fyrir að „reyna að grafa undan stöðugleika konungsríkisins“. Í október árið 2018 var eiginmaður hennar, uppistandarinn Fahad Albutairi, einnig framseldur til sádi-arabískra stjórnvalda frá Jórdaníu og var settur í fangelsi. Hathloul var sleppt úr fangelsi þann 10. febrúar 2021.

Al-Hathloul var í þriðja sæti á lista yfir 100 áhrifamestu Arabakonur heims árið 2015. Þann 14. mars 2019 tilkynnti PEN America að Hathloul myndi hljóta PEN/Barbey-ritfrelsisverðlaunin ásamt Nouf Abdulaziz og Eman Al-Nafjan. Verðlaunin voru afhent þann 21. maí á bandarískri bókmenntahátíð PEN.

Árið 2019 taldi tímaritið Time Hathloul meðal 100 áhrifamestu einstaklinga ársins.


skoða - spjall - saga


September

Kolbeinn kafteinn er ein af aðalpersónunum í myndasögunum um Ævintýri Tinna eftir belgíska teiknarann Hergé. Í sögunum er Kolbeinn gamall skipstjóri á kaupskipi og besti vinur söguhetjunnar Tinna.

Kolbeinn kafteinn fylgir Tinna í öllum ævintýrum hans frá og með bókinni Krabbinn með gylltu klærnar (1941) þar sem félagarnir hittast í fyrsta sinn. Þegar Tinni hittir Kolbein er hann skipstjóri á skipinu Karaboudjan en er svo djúpt sokkinn í alkóhólisma að hinn svikuli stýrimaður hans, Hörður, ræður í raun öllu og notar skipið fyrir fíkniefnasmygl. Tinni frelsar hann úr haldi og með þeim tekst óbilandi vinskapur. Í seinni bókum kemur í ljós að Kolbeinn er afkomandi aðalsmannsins Kolbeins Kjálkabíts, skipstjóra í þjónustu Loðvíks 14. Frakklandskonungs.

Árið 1996 nefndu 37,5 % aðspurðra Kolbein kaftein sem uppáhaldspersónu sína í bókunum og er hann því vinsælasta persónan í Tinnabókunum.


skoða - spjall - saga


Október

Guangzhou er höfuðborg og stærsta borg Guangdong-héraðs í suðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína.

Borgin er við ósa Perlufljóts við Suður-Kínahaf. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af Hong Kong og 145 kílómetrum norður af Makaó. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 var íbúafjöldi borgkjarna Guangzhou um 16,1 milljón en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 18,7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.

Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.

Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.

Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og alþjóðaflugvöllur borgarinnar. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.


skoða - spjall - saga


Nóvember

CSI: Crime Scene Investigation er bandarískur sjónvarpsþáttur og fylgir eftir réttarrannsóknarmönnum í Las Vegas og rannsóknum þeirra á mismunandi glæpum og morðmálum.

Viðtökurnar við þættinum hafa verið mjög góðar og hefur þátturinn verið sá vinsælasti á CBS-sjónvarpstöðinni, þó að þátturinn hafi oft verið gagnrýndur fyrir að sýna ónákvæma mynd af því hvernig lögreglurannsóknir eru gerðar og einnig hversu ofbeldisfullir glæpirnir eru oft sýndir.

Fimmtán þáttaraðir hafa verið gerðar og síðasti þátturinn var sýndur 27. september 2015 í Bandaríkjunum.


skoða - spjall - saga


Desember

Að kvöldi 13. nóvember 2015 hófst röð hryðjuverka í París og Saint-Denis í Frakklandi. Meðal annarra árása voru sex skotaárásir og þrjár sprengjuárásir samtímis. Sprengjur sprungu við íþróttavöllinn Stade de France í Norður-París kl. 21:16 þar sem fram fór vináttulandsleikur á milli Þýskalands og Frakklands. Meðal áhorfenda á leiknum var forseti Frakklands François Hollande og fluttu öryggisverðir hann strax á öruggan stað. Í hverfum 10 og 11 létust margir í skotaárásum. Mannskæðasta árásin var í Bataclan-leikhúsi þar sem skotið var á áhorfendur á tónleikum þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death Metal kom fram. Nokkrum áhorfendum var haldið í gíslingu þangað til pattstaða við lögreglumenn sem stóð yfir í hálftíma leystist skömmu eftir miðnætti þann 14. nóvember.

Þann 14. nóvember lýsti Íslamska ríkið yfir ábyrgð á árásunum og sagði að skotmörkin hefðu verið „vandlega valin“. Í yfirlýsingunni sagði að árásirnar hefðu verið viðbrögð við aðgerðum Frakka í Miðausturlöndum og vanvirðingu þeirra við Múhameð. Árásirnar voru þær mannskæðustu í París frá seinni heimsstyrjöldinni og þær mannskæðustu í Evrópu frá sprengjuárásunum í Madrid 2004. Árásirnar komu í kjölfar skotárásarinnar á Charlie Hebdo í janúar 2015.


skoða - spjall - saga


Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024

🔥 Top keywords: ForsíðaSkírdagurÁsgeir ElíassonLandsbankinnCarles PuigdemontKerfissíða:Nýlegar breytingarAngkor WatForsetakosningar á Íslandi 2024Kerfissíða:LeitAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)PáskarPáskadagurPalestínaListi yfir íslensk póstnúmerFiann PaulSvalbarðiBaldur ÞórhallssonFöstudagurinn langiGylfi Þór SigurðssonListi yfir íslensk mannanöfnKváradagurÓlafur Darri ÓlafssonListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Askja (fjall)Halla GunnarsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHalla TómasdóttirHjálp:EfnisyfirlitÍþróttabandalag AkranessDymbilvikaModule:Namespace detect/dataListi yfir skammstafanir í íslenskuEldgosaannáll ÍslandsHeidi StrandPálmasunnudagurHryðjuverkaárásin á Crocus City HallÍslandIndónesíaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuReykjavíkÁstþór MagnússonBoðorðin tíuBrúðkaupsafmæliMadrídBaike: PotturinnNguyen Van HungBaike: Um verkefniðTékklandBaike: Almennur fyrirvariListi yfir morð á Íslandi frá 2000Felix BergssonForsetakosningar á ÍslandiJúpíter (reikistjarna)MynsturSíðasta kvöldmáltíðinGuðni Th. JóhannessonÍslenska stafrófiðKambódíaBaike: Í fréttum...Öskjugosið 1875BorgaralaunVigdís FinnbogadóttirMorð á ÍslandiLögbundnir frídagar á ÍslandiSumardagurinn fyrstiHvítasunnudagurJúgóslavíaUppstigningardagurBaike: SamfélagsgáttForsetakosningar á Íslandi 2020Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022Faðir vorNapóleon BónaparteListi yfir landsnúmerGunnar ÞórðarsonMóðuharðindinHAM (hljómsveit)BrasilíaÓlafur Ragnar GrímssonMalavíListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Baike: Hlaða inn skrá27. marsNíkaragvaBaike: KynningDaði Freyr PéturssonEvrópusambandiðKarl 8. FrakkakonungurGrindavíkSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSpjall:Heidi StrandKristján EldjárnGamelanBaike: HöfundarétturKatrín JakobsdóttirÍslenskaTartanGæsalappir