Opinbert hlutafélag

Opinbert hlutafélag (skammstafað sem ohf.) er afbrigði af hlutafélagi sem innleitt var í íslensk lög 2006. Opinber hlutafélög eru að öllu leyti í eigu hins opinbera, annaðhvort ríkis eða sveitarfélaga eða bæði. Opinber hlutafélög eru frábrugðin venjulegum hlutafélögum í eftirfarandi atriðum:

  • Nóg að það sé einn hluthafi en þurfa að vera minnst tveir í hf.
  • Skylda er að hafa sem jöfnust kynjahlutföll í stjórnum.
  • Stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum ber skylda til að gefa stjórninni skýrslu um eign sína í félögum ef það skiptir máli varðandi starf þeirra.
  • Fjölmiðlamenn mega vera viðstaddir aðalfundi.
  • Kjörnir fulltrúar eigenda mega mæta á aðalfundi og bera fram skriflegar tillögur. Þetta á við alþingismenn ef ríkið er hluthafi og sveitarstjórnarmenn ef sveitarfélög eru hluthafar.
  • Skylda er lögð á opinber hlutafélög að birta samþykktir sínar, reikninga og starfsreglur stjórnar á netinu.

Tilgangurinn með innleiðingu opinberra hlutafélaga í lög var samkvæmt frumvarpi sá að bæta aðgengi almennings og annarra að upplýsingum um hlutafélög sem hið opinbera á að öllu leyti. Reyndin hefur þó verið sú eftir innleiðingu félagaformsins að það hefur mest verið notað þegar ríkisstofnunum hefur verið breytt í opinber hlutfélög. Þeirri breytingu fylgir m.a. að stjórnsýslulög, lög um upplýsingaskyldu og lög um réttindi opinbera starfsmanna hætta að gilda um viðkomandi stofnun. Þetta hefur skapað nokkrar deilur, t.d. þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi. Fylgismenn þessara umbreytinga segja þær auka sveigjanleika í rekstri viðkomandi stofnanna en andstæðingar segja að þær geti bitnað á réttindum starfsmanna og minnkað gegnsæi í rekstrinum.

Jöfn kynjahlutföll í opinberum hlutafélögum eru skyldug samkvæmt lögum (Lög um hlutafélög nr. 2, 1995). Kafli IX, grein 63 lýsir skyldum opinberra hlutafélaga að jöfnum kynjahlutföllum sem svona:

  1. Ef 3 fulltrúar eru í stjórn skal hvort kyn hafa minnst 1 fulltrúa.
  2. Ef fulltrúar eru fleiri en 3 í stjórn skal hvort kyn hafa minnst 40% hlutfall.
    • Sama gildir um varamenn fulltrúa
    • Fulltrúar og varamenn í heild sinni skulu vera sem jöfnust í kynjahlutfalli (Ekkert nákvæmt hlutfall um heild)
  3. Hlutfall kynja í stjórn skal birtast í ársreikningi.

Opinber hlutafélögbreyta

Opinbert hlutafélagEignarhlutfall ríkisinsEignarhlutfall sveitarfélagaStarfsemiAthugasemd
Betri samgöngur75%25%Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu6 sveitafélög eiga hlut[1]:

Reykjavík ~ 14,1%

Kópavogur ~ 4,1%

Hafnarfjörður ~ 3,0%

Garðabær ~ 1,8%

Mosfellsbær ~ 1,3%

Seltjarnarnesbær ~ 0,5%

Carbfix0%90%Þróun og útbreiðsla á Carbfix kolefnisbindingaraðferðarinnar90% eignarhlutfall er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur ohf[2]

10% eignarhlutfall er í eigu Háskóla Íslands[3]

Harpa100%0%Tónlistar- og ráðstefnuhús[4]
Isavia100%0%[4]
Íslandspóstur100%0%[4]
Lánasjóður sveitarfélaga0%100%64 sveitarfélög eiga hlut. Reykjavík stærsti hluti með 17,5% og eini hluthafi með meira en 10%. 10 stærstu hluthafar samtals 56%[5]
Matís100%0%[4]
Neyðarlínan100%0%[4]
Nýr landspítali100%0%[4]
ON Power0%100%Er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur[2]
Orka náttúrunnar0%100%Er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur[2]
Orkubú Vestfjarða100%0%[4]
Orkuveita Húsavíkur0%100%Raf-, vatns- og hitaveita HúsavíkurNorðurþing[6]
Orkuveita Reykjavíkur0%100%3 sveitarfélög eiga hlut[2]:

Reykjavík ~ 93,5%Akranes ~ 5,5%Borgarbyggð ~ 0,9%

RARIK100%0%Dreifing á raforku og heitu vatni[4]
Ríkisútvarpið100%0%[4]
Veitur0%100%Er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur[2]

Tenglarbreyta

Heimildirbreyta

  1. Betri samgöngur ohf. (2021). „Betri samgöngur ohf. - Ársreikningur 2021“.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 Orkuveita Reykjavíkur (2022). „Ársreikningur samstæðu 2022 - Orkuveita Reykjavíkur“ (PDF).
  3. Carbfix ohf. (2021). „Carbfix ohf. - Ársreikningur 2021“ (PDF).
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 4,5 4,6 4,7 4,8 „Félög í eigu ríkisins“. www.stjornarradid.is. Sótt 10. maí 2023.
  5. Lánasjóður Sveitarfélaga (2022). „Ársreikningur 2022 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf“ (PDF).
  6. Norðurþing (2021). „Norðurþing - Ársreikningur 2021“ (PDF). Norðurþing. bls. 16.
🔥 Top keywords: ForsíðaSkírdagurÁsgeir ElíassonLandsbankinnCarles PuigdemontKerfissíða:Nýlegar breytingarAngkor WatForsetakosningar á Íslandi 2024Kerfissíða:LeitAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)PáskarPáskadagurPalestínaListi yfir íslensk póstnúmerFiann PaulSvalbarðiBaldur ÞórhallssonFöstudagurinn langiGylfi Þór SigurðssonListi yfir íslensk mannanöfnKváradagurÓlafur Darri ÓlafssonListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Askja (fjall)Halla GunnarsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHalla TómasdóttirHjálp:EfnisyfirlitÍþróttabandalag AkranessDymbilvikaModule:Namespace detect/dataListi yfir skammstafanir í íslenskuEldgosaannáll ÍslandsHeidi StrandPálmasunnudagurHryðjuverkaárásin á Crocus City HallÍslandIndónesíaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuReykjavíkÁstþór MagnússonBoðorðin tíuBrúðkaupsafmæliMadrídBaike: PotturinnNguyen Van HungBaike: Um verkefniðTékklandBaike: Almennur fyrirvariListi yfir morð á Íslandi frá 2000Felix BergssonForsetakosningar á ÍslandiJúpíter (reikistjarna)MynsturSíðasta kvöldmáltíðinGuðni Th. JóhannessonÍslenska stafrófiðKambódíaBaike: Í fréttum...Öskjugosið 1875BorgaralaunVigdís FinnbogadóttirMorð á ÍslandiLögbundnir frídagar á ÍslandiSumardagurinn fyrstiHvítasunnudagurJúgóslavíaUppstigningardagurBaike: SamfélagsgáttForsetakosningar á Íslandi 2020Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022Faðir vorNapóleon BónaparteListi yfir landsnúmerGunnar ÞórðarsonMóðuharðindinHAM (hljómsveit)BrasilíaÓlafur Ragnar GrímssonMalavíListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Baike: Hlaða inn skrá27. marsNíkaragvaBaike: KynningDaði Freyr PéturssonEvrópusambandiðKarl 8. FrakkakonungurGrindavíkSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSpjall:Heidi StrandKristján EldjárnGamelanBaike: HöfundarétturKatrín JakobsdóttirÍslenskaTartanGæsalappir