Hebreska almanakið

Hebreska almanakið eða Ártal gyðinga (á hebresku הלוח העברי) er blanda af sólar og tunglári, mánuðirnir eru reiknaðir út frá gangi tungls en aðlögun er gerð til að það haldist í samsvörun við sólina og árstíðirnar.

Mynd úr dagatali gyðinga frá miðöldum.

Upphaflega var þetta tímatal notað til allra þarfa ísraelsmanna. En allt frá því að gyðingar voru neyddir af rómverjum, á öldinni fyrir kristburð, til að nota júlíanska tímatalið til allra veraldlegra nota hefur það einungis verið notað til að reikna út hvenær trúarathafnir eigi að fara fram. Eftir stofnun Ísraels hefur þetta tímatal þó aftur komið í notkun samhliða því gregoríska.

Tímasetning hebreska almanaksins miðast við að upphaf tímans og sköpun veraldar hafi átt sér stað 1 dag í mánuðinum Tishrei ár 1 sem samsvarar 7 október ár 3761 fyrir Krist. Þó eru trúarstefnur innan gyðingdóms sem telja upphaf heims einu ári seinna þ.e. ár 3760.

Útreikningur almanaksins hefur farið fram á tvennan hátt. Fyrir ár 70 (eftir Krist), þegar seinna musterið í Jerúsalem var eyðilagt hófst nýr mánuður þegar sést hafði til nýs tungls og áramót voru miðuð við þroskastig byggs. Eftir þann atburð dreifðust gyðingar um mörg lönd og og erfitt að halda reiður á sameiginlegum tíma á nýju tungli og var smám saman skapað kerfi sem reiknaði út hvenær nýr mánuður byrjaði.

Sólarár og tunglár eru ekki jafn löng og munar um það bil ellefu dögum. Til að halda þeim nokkurn veginn jöfnum er hebreska almanakið bundið í 19 ára skeið, það er 235 tunglmánuði. Bætt er við einum tunglmánuði annað hvort eða þriðja hvort ár, samanlagt 7 sinnum á 19 árum.

Í almanaki gyðinga eru eftirtaldir mánuðir:

  1. Nisán eða abíb (aviv)
  2. Ijár
  3. Siván
  4. Tammúz
  5. Ab (av) eða menahém ab (menahém av)
  6. Elúl
  7. Tisjré (tisjri)
  8. Hesjván eða marhesjván
  9. Kislév
  10. Tebét (tevét)
  11. Sjebát (sjvat)
  12. Adár (í hlaupári gyðinga: Adár I)
  13. (Í hlaupaári gyðinga: Adár II)
🔥 Top keywords: ForsíðaSkírdagurÁsgeir ElíassonLandsbankinnCarles PuigdemontKerfissíða:Nýlegar breytingarAngkor WatForsetakosningar á Íslandi 2024Kerfissíða:LeitAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)PáskarPáskadagurPalestínaListi yfir íslensk póstnúmerFiann PaulSvalbarðiBaldur ÞórhallssonFöstudagurinn langiGylfi Þór SigurðssonListi yfir íslensk mannanöfnKváradagurÓlafur Darri ÓlafssonListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Askja (fjall)Halla GunnarsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHalla TómasdóttirHjálp:EfnisyfirlitÍþróttabandalag AkranessDymbilvikaModule:Namespace detect/dataListi yfir skammstafanir í íslenskuEldgosaannáll ÍslandsHeidi StrandPálmasunnudagurHryðjuverkaárásin á Crocus City HallÍslandIndónesíaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuReykjavíkÁstþór MagnússonBoðorðin tíuBrúðkaupsafmæliMadrídBaike: PotturinnNguyen Van HungBaike: Um verkefniðTékklandBaike: Almennur fyrirvariListi yfir morð á Íslandi frá 2000Felix BergssonForsetakosningar á ÍslandiJúpíter (reikistjarna)MynsturSíðasta kvöldmáltíðinGuðni Th. JóhannessonÍslenska stafrófiðKambódíaBaike: Í fréttum...Öskjugosið 1875BorgaralaunVigdís FinnbogadóttirMorð á ÍslandiLögbundnir frídagar á ÍslandiSumardagurinn fyrstiHvítasunnudagurJúgóslavíaUppstigningardagurBaike: SamfélagsgáttForsetakosningar á Íslandi 2020Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022Faðir vorNapóleon BónaparteListi yfir landsnúmerGunnar ÞórðarsonMóðuharðindinHAM (hljómsveit)BrasilíaÓlafur Ragnar GrímssonMalavíListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Baike: Hlaða inn skrá27. marsNíkaragvaBaike: KynningDaði Freyr PéturssonEvrópusambandiðKarl 8. FrakkakonungurGrindavíkSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSpjall:Heidi StrandKristján EldjárnGamelanBaike: HöfundarétturKatrín JakobsdóttirÍslenskaTartanGæsalappir