Haf

Samfelldur sjór sem þekur meirihluta yfirborðs jarðar

Haf eða sjór er samfelld vatnslausn sem þekur meirihluta yfirborðs jarðar eða 71%. Selta sjávar er um 3,5%, mestmegnis vegna borðsalts (natríumklóríðs). Talið er að allt líf hafi hafist í vatni en sumar lífverur byrjuðu síðar að færa sig upp á yfirborðið og af þeim er talið að líf á yfirborðinu sé komið. Sjór er samt ennþá heimkynni allflestra lífvera á jörðinni en þar má t.d. finna spendýr svo sem hvali og seli og aragrúa fiska og margt fleira. Um 60-70% súrefnis verður til fyrir tilstilli ljóstillífunar í plöntusvifi og þara sem finna má í hafinu.

Brim
Sjá einnig Hafið.

Sjórinn hagar sér að mörgu leyti eins og andrúmsloft jarðar, hreyfingar og breytingar í loftslagi og höfum eru afar tengd. Vindar valda hreyfingu á hafinu og í þeim myndast hafstraumar. Öldurnar sem myndast vegna þessara hreyfinga spila stóran þátt í mótun jarðar, þ.e. þegar öldur brotna á ströndum brjóta þær niður berg o.s.frv. Veðurbreytingar eru meiri og ofsafengnari yfir hafi en á landi þar sem hitabreytingar eru örari. Annað afl sem hefur mikil áhrif á höfin er aðdráttarafl tungls og sólar, en áhrif þess veldur svokölluðum sjávarföllum.

Sjónum er venjulega skipt í fimm úthöf, þ.e. Atlantshaf, Kyrrahaf, Indlandshaf, Norður-Íshaf og Suður-Íshaf en þau skiptast síðan í minni flóa og höf. Þar sem höfin mæta eyjaklösum og meginlöndum verða til jaðarhöf og innhöf. Minni hlutar hafs þar sem það mætir landi eru kallaðir sjór, sund, vík, vogur, flói og fjörður. Manngerðir skipaskurðir, eins og Súesskurðurinn og Panamaskurðurinn, eru gerðir til að tengja saman hafsvæði.

Ísland liggur á mörkum þriggja hafa: Grænlandshafs, Íslandshafs og Noregshafs.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tengt efnibreyta

Tenglarbreyta

  • „Hefur sjórinn alltaf verið saltur?“. Vísindavefurinn.
🔥 Top keywords: ForsíðaSkírdagurÁsgeir ElíassonLandsbankinnCarles PuigdemontKerfissíða:Nýlegar breytingarAngkor WatForsetakosningar á Íslandi 2024Kerfissíða:LeitAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)PáskarPáskadagurPalestínaListi yfir íslensk póstnúmerFiann PaulSvalbarðiBaldur ÞórhallssonFöstudagurinn langiGylfi Þór SigurðssonListi yfir íslensk mannanöfnKváradagurÓlafur Darri ÓlafssonListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Askja (fjall)Halla GunnarsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHalla TómasdóttirHjálp:EfnisyfirlitÍþróttabandalag AkranessDymbilvikaModule:Namespace detect/dataListi yfir skammstafanir í íslenskuEldgosaannáll ÍslandsHeidi StrandPálmasunnudagurHryðjuverkaárásin á Crocus City HallÍslandIndónesíaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuReykjavíkÁstþór MagnússonBoðorðin tíuBrúðkaupsafmæliMadrídBaike: PotturinnNguyen Van HungBaike: Um verkefniðTékklandBaike: Almennur fyrirvariListi yfir morð á Íslandi frá 2000Felix BergssonForsetakosningar á ÍslandiJúpíter (reikistjarna)MynsturSíðasta kvöldmáltíðinGuðni Th. JóhannessonÍslenska stafrófiðKambódíaBaike: Í fréttum...Öskjugosið 1875BorgaralaunVigdís FinnbogadóttirMorð á ÍslandiLögbundnir frídagar á ÍslandiSumardagurinn fyrstiHvítasunnudagurJúgóslavíaUppstigningardagurBaike: SamfélagsgáttForsetakosningar á Íslandi 2020Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022Faðir vorNapóleon BónaparteListi yfir landsnúmerGunnar ÞórðarsonMóðuharðindinHAM (hljómsveit)BrasilíaÓlafur Ragnar GrímssonMalavíListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Baike: Hlaða inn skrá27. marsNíkaragvaBaike: KynningDaði Freyr PéturssonEvrópusambandiðKarl 8. FrakkakonungurGrindavíkSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSpjall:Heidi StrandKristján EldjárnGamelanBaike: HöfundarétturKatrín JakobsdóttirÍslenskaTartanGæsalappir