Gestapo

Leynilögregla nasista

Gestapo (stytting á Geheime Staatspolizei eða „Leynilögregla ríkisins“[1]) var leyniþjónusta Þýskalands nasismans og Evrópu undir hernámi nasista í seinni heimsstyrjöld.

Höfuðstöðvar Gestapo á Prinz-Albrecht-Straße í Berlín.

Hermann Göring, þáverandi innanríkisráðherra Prússlands, stofnaði Gestapo árið 1933 sem deild innan prússnesku lögreglunnar.[2] Í upphafi var Gestapo persónulegt valdatæki sem Göring notaði til að ofsækja pólitíska andstæðinga sína. Frá og með 20. apríl 1934 var Gestapo stýrt af leiðtoga SS-sveitanna, Heinrich Himmler, sem var útnefndur foringi lögreglusveita í Þýskalandi árið 1936. Gestapo var þá að breytast í ríkisstofnun og undirdeild Sicherheitspolizei (Öryggislögreglunnar) frekar en að vera prússnesk héraðsstofnun. Frá og með 27. september 1939 var Gestapo stjórnað af öryggisstofnuninni Reichssicherheitshauptamt og var talin systurstofnun SS-öryggisþjónustunnar. Gestapo var falið að uppræta raunverulega og meinta andófsmenn innan og utan Þýskalands og andspyrnuhreyfingar á svæðum sem Þjóðverjar lögðu undir sig í stríðinu. Með grimmdarverkum sínum varð Gestapo þekkt fyrir hrottaskap og valdníðslu. Gestapo lék jafnframt lykilhlutverk í framkvæmd Helfararinnar, sér í lagi í gegnum B4-skrifstofuna sem Adolf Eichmann fór fyrir.

Gestapo var virk fram á síðustu daga nasistastjórnarinnar en stofnunin var fordæmd sem glæpasamtök í Nürnberg-réttarhöldunum.

Tilvísanirbreyta

  1. Miller, Michael (2006). Leaders of the SS and German Police, Vol. 1. R. James Bender Publishing, bls. 502.
  2. „Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?“. Vísindavefurinn.
🔥 Top keywords: ForsíðaSkírdagurÁsgeir ElíassonLandsbankinnCarles PuigdemontKerfissíða:Nýlegar breytingarAngkor WatForsetakosningar á Íslandi 2024Kerfissíða:LeitAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)PáskarPáskadagurPalestínaListi yfir íslensk póstnúmerFiann PaulSvalbarðiBaldur ÞórhallssonFöstudagurinn langiGylfi Þór SigurðssonListi yfir íslensk mannanöfnKváradagurÓlafur Darri ÓlafssonListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Askja (fjall)Halla GunnarsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHalla TómasdóttirHjálp:EfnisyfirlitÍþróttabandalag AkranessDymbilvikaModule:Namespace detect/dataListi yfir skammstafanir í íslenskuEldgosaannáll ÍslandsHeidi StrandPálmasunnudagurHryðjuverkaárásin á Crocus City HallÍslandIndónesíaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuReykjavíkÁstþór MagnússonBoðorðin tíuBrúðkaupsafmæliMadrídBaike: PotturinnNguyen Van HungBaike: Um verkefniðTékklandBaike: Almennur fyrirvariListi yfir morð á Íslandi frá 2000Felix BergssonForsetakosningar á ÍslandiJúpíter (reikistjarna)MynsturSíðasta kvöldmáltíðinGuðni Th. JóhannessonÍslenska stafrófiðKambódíaBaike: Í fréttum...Öskjugosið 1875BorgaralaunVigdís FinnbogadóttirMorð á ÍslandiLögbundnir frídagar á ÍslandiSumardagurinn fyrstiHvítasunnudagurJúgóslavíaUppstigningardagurBaike: SamfélagsgáttForsetakosningar á Íslandi 2020Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022Faðir vorNapóleon BónaparteListi yfir landsnúmerGunnar ÞórðarsonMóðuharðindinHAM (hljómsveit)BrasilíaÓlafur Ragnar GrímssonMalavíListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Baike: Hlaða inn skrá27. marsNíkaragvaBaike: KynningDaði Freyr PéturssonEvrópusambandiðKarl 8. FrakkakonungurGrindavíkSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSpjall:Heidi StrandKristján EldjárnGamelanBaike: HöfundarétturKatrín JakobsdóttirÍslenskaTartanGæsalappir