23. júní

Dagsetning

MaíJúníJúl
SuÞrMiFiLa
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30
2024
Allir dagar

23. júní er 174. dagur ársins (175. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 191 dagur er eftir af árinu.

Atburðirbreyta

  • 79 - Vespasíanus lést úr niðurgangi. Síðustu orð hans voru „ég held ég sé að breytast í guð“. Títus sonur hans tók við keisaratigninni.
  • 1439 - Eiríkur af Pommern var settur af embætti í Danmörku.
  • 1650 - Karl 2., kom til Skotlands, sem var hið eina af ríkjunum þremur (Englandi, Írlandi og Skotlandi) sem viðurkenndi hann sem konung.
  • 1757 - Orrustan um Plassey: Breska Austur-Indíafélagið vann sigur á her furstans af Bengal.
  • 1787 - Eftir rannsókn á embættisfærslu Skúla Magnússonar landfógeta úrskurðaði kansellíið í Kaupmannahöfn að hann fengi að halda embætti.
  • 1828 - Hinni níu ára gömlu Maríu 2. Portúgalsdrottningu var steypt af stóli. Miguel föðurbróðir hennar, sem hafði verið ríkisstjóri, tók sér sjálfur konungsnafn. Hófst þá borgarastyrjöld sem stóð til 1834 og lauk með því að María settist í hásætið að nýju.
  • 1893 - Karl Danaprins, sonarsonur Danakonungs kom til Íslands á snekkjunni Dagmar með sveit sjóliðsforingjaefna. Hann varð síðar konungur Noregs og tók sér nafnið Hákon 7..
  • 1894 - Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð.
  • 1923 - Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar, var opnað á Skólavörðuholti í Reykjavík.
  • 1925 - Skáksamband Íslands var stofnað.
  • 1926 - Varðskipið Óðinn, sem ríkisstjórn Íslands lét smíða, kom til Reykjavíkur.
  • 1930 - Í skála á baklóð Alþingishússins var opnuð listsýning með um 250 málverkum eftir 16 listamenn í tilefni af Alþingishátíðinni.
  • 1936 - Rækjuverksmiðja Ísafjarðar hóf starfsemi.
  • 1946 - Skíðasamband Íslands var stofnað.
  • 1962 - Hvalfjarðarganga Samtaka hernámsandstæðinga lagði af stað frá Hvítanesi.
  • 1967 - Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kom í opinbera heimsókn til Íslands. Tveimur árum síðar varð hann kanslari.
  • 1968 - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
  • 1977 - Í Þjórsárdal var formlega opnaður sögualdarbær, sem reistur var í líkingu við bæinn á Stöng, í tilefni ellefu alda byggðar norrænna manna á Íslandi.
  • 1979 - Sáttmáli um vernd flökkudýrastofna var undirritaður í Bonn.
  • 1980 - Tim Berners-Lee hóf að vinna að kerfinu ENQUIRE sem var fyrirrennari Veraldarvefsins.
  • 1983 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka hófst með árás Tamíltígra á herdeild úr her Srí Lanka.
  • 1985 - Air India flug 182 fórst yfir Atlantshafi sunnan við Írland þegar sprengja sprakk um borð. 329 létust.
  • 1986 - Fyrsti póstlistahugbúnaðurinn, LISTSERV, var þróaður af Eric Thomas.
  • 1991 - Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu sem leiddi til Tíu daga stríðsins.
  • 1991 - Japanski tölvuleikurinn Sonic the Hedgehog kom út.
  • 1992 - Bandaríski mafíuforinginn John Gotti var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Paul Castellano og fleiri glæpi.
  • 1992 - Verkamannaflokkur Ísraels undir forystu Yitzhak Rabin vann sigur í þingkosningum.
  • 1993 - Lorena Bobbitt skar liminn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, í Manassas í Virginíu.
  • 1993 - Ólympíusafnið var opnað í Lausanne í Sviss.
  • 1996 - Leikjatölvan Nintendo 64 kom fyrst út í Japan.
  • 2000 - Frøya-göngin milli eyjanna Frøya og Hitra í Noregi voru opnuð.
  • 2001 - Harður jarðskjálfti skók suðurhluta Perú. Flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið varð 74 að bana.
  • 2003 - Apple gaf út vafrann Safari.
  • 2013 - 13 létust og 30 slösuðust þegar rúta með rúmensku ferðafólki hrapaði niður í gjá sunnan við Podgorica í Svartfjallalandi.
  • 2016 - Þjóðaratkvæðagreiðla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í Bretlandi. Meirihluti studdi útgöngu.
  • 2016 - Flóðin í Vestur-Virginíu 2016: 23 létust í verstu flóðum í sögu fylkisins.
  • 2018 - Björgunaraðgerðir í Tham Luang hófust.
  • 2020 – Jarðskjálfti af stærðinni 7,5 reið yfir við strönd Oaxaca í Mexíkó. Tíu létu lífið.

Fæddbreyta

Dáinbreyta

🔥 Top keywords: ForsíðaSkírdagurÁsgeir ElíassonLandsbankinnCarles PuigdemontKerfissíða:Nýlegar breytingarAngkor WatForsetakosningar á Íslandi 2024Kerfissíða:LeitAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)PáskarPáskadagurPalestínaListi yfir íslensk póstnúmerFiann PaulSvalbarðiBaldur ÞórhallssonFöstudagurinn langiGylfi Þór SigurðssonListi yfir íslensk mannanöfnKváradagurÓlafur Darri ÓlafssonListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForsetakosningar á Íslandi 2016Askja (fjall)Halla GunnarsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHalla TómasdóttirHjálp:EfnisyfirlitÍþróttabandalag AkranessDymbilvikaModule:Namespace detect/dataListi yfir skammstafanir í íslenskuEldgosaannáll ÍslandsHeidi StrandPálmasunnudagurHryðjuverkaárásin á Crocus City HallÍslandIndónesíaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuReykjavíkÁstþór MagnússonBoðorðin tíuBrúðkaupsafmæliMadrídBaike: PotturinnNguyen Van HungBaike: Um verkefniðTékklandBaike: Almennur fyrirvariListi yfir morð á Íslandi frá 2000Felix BergssonForsetakosningar á ÍslandiJúpíter (reikistjarna)MynsturSíðasta kvöldmáltíðinGuðni Th. JóhannessonÍslenska stafrófiðKambódíaBaike: Í fréttum...Öskjugosið 1875BorgaralaunVigdís FinnbogadóttirMorð á ÍslandiLögbundnir frídagar á ÍslandiSumardagurinn fyrstiHvítasunnudagurJúgóslavíaUppstigningardagurBaike: SamfélagsgáttForsetakosningar á Íslandi 2020Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022Faðir vorNapóleon BónaparteListi yfir landsnúmerGunnar ÞórðarsonMóðuharðindinHAM (hljómsveit)BrasilíaÓlafur Ragnar GrímssonMalavíListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Baike: Hlaða inn skrá27. marsNíkaragvaBaike: KynningDaði Freyr PéturssonEvrópusambandiðKarl 8. FrakkakonungurGrindavíkSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSpjall:Heidi StrandKristján EldjárnGamelanBaike: HöfundarétturKatrín JakobsdóttirÍslenskaTartanGæsalappir